Síðast uppfært maí 2021
Takk fyrir að heimsækja (eina af) vefsíðum Schindler samstæðunnar ("síður") Schindler Holding Ltd. og/eða hlutdeildarfélaga þess ("Schindler") og áhuga þinn á Schindler vörum og þjónustu.
Schindler leitast við að heiðra friðhelgi og öryggi notenda okkar, viðskiptavina og birgja, sem og fulltrúa þeirra, í tengslum við allar vörur, þjónustu, kerfishluta og vefsíður sem veittar eru af Schindler Holding Ltd. og hlutdeildarfélögum þess sem gegna hlutverki ábyrgðaraðila samkvæmt viðeigandi gagnaverndarreglum og reglugerðum. Þú getur fundið lista og tengiliðaupplýsingar yfir slíka ábyrgðaraðila hjá Schindler á eftirfarandi síðu.
Síðurnar veita upplýsingar um Schindler
Síðurnar veita almennar upplýsingar um Schindler, vörurnar, lausnirnar og þjónustuna, starfstækifæri og upplýsingar fyrir fjárfesta.
Sumar síðurnar hafa sérstök eyðublöð sem áhugasamir gestir síðunnar geta notað til að biðja um frekari upplýsingar varðandi Schindler vörur og þjónustu.
Upplýsingar um vinnsluaðgerðir sem tengjast Schindler ráðningargátt eru veittar á aðskildan hátt fyrir skráningu. Frekari upplýsingar má finna á eftirfarandi vefsíðu: https://job.schindler.com/.
Þessi persónuverndarstefna útskýrir hvernig við meðhöndlum og vinnum með gögnin þín
Schindler meðhöndlar persónuleg gögn í samræmi við gildandi gagnaverndarlög. Þar af leiðandi höfum við gefið út þessa persónuverndarstefnu ("Persónuverndarstefna"). Hún lýsir hvernig við söfnum og vinnum persónuleg gögn frekar (i) þegar síðurnar eru heimsóttar, group.schindler.com eða tengdar síður eða (ii) í tengslum við þjónustuna sem Schindler veitir.
Þessi persónuverndarstefna lýsir tegund persónulegra gagna sem Schindler safnar, söfnunaraðferðinni og í hvaða tilgangi Schindler getur notað, samnýtt eða afhjúpað slík persónuleg gögn.
Hugtakið "persónulegar upplýsingar" í þessari persónuverndarstefnu þýðir allar upplýsingar sem auðkenna, eða gætu að öllum líkindum verið notaðar til að bera kennsl á einstakling.
Þessi persónuverndarstefna er ekki endilega heildstæð lýsing á gagnavinnslu okkar. Mögulegt er að aðrar gagnaverndaryfirlýsingar (eða almennir skilmálar og skilyrði, skilyrði vegna þátttöku eða sambærileg skjöl) séu gildandi við sérstakar kringumstæður.
Ef okkur eru veitt persónuleg gögn annarra einstaklinga
Ef okkur eru veitt persónuleg gögn annarra einstaklinga (líkt og fjölskyldumeðlima, vinnufélaga) er það á þína ábyrgð að tryggja að viðeigandi einstaklingum sé kunnugt um þessa gagnaverndaryfirlýsingu og gefi okkur einungis þeirra gögn ef þér er heimilt að gera það og séu slík persónuleg gögn rétt.
Staðfesting þín á þessari persónuverndarstefnu
Með því að nota síðurnar samþykkirðu að persónuleguum gögnunum sé safnað, þau notuð og birt í samræmi við þessa persónuverndarstefnu. Ef þú samþykkir ekki skilmála þessarar persónuverndarstefnu varðandi notkun þína á síðunum ekki nota þá síðurnar frekar.
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir varðandi þessa persónuverndarstefnu, persónuupplýsingar þínar eða persónuvernd gagnvart Schindler, vinsamlegast hafðu samband við okkur hjá:
HÉÐINN Schindler lyftur ehf
Gjótuhrauni 4
220 Hafnarfjörður
Phone: +354 565 3181
Email: schindler@schindler.is
Hvenær, hvernig og hvaða tegund persónulegra gagna söfnum við
Schindler meðhöndlar persónuleg gögn í samræmi við gildandi gagnaverndarlög. Við getum safnað persónulegum gögnum þínum í viðskiptum okkar, þar með talið með notkun þinni á síðunum.
Sumar síðurnar hafa sérstök eyðublöð sem þú getur notað til að biðja um frekari upplýsingar varðandi Schindler vörur og þjónustu. Þegar slík beiðni er send eða upplýsingar eru sendar til Schindler á rafrænan hátt hvernig sem er (t.d. með veftengiformi, tölvupósti, með því að fylla út skoðanakönnun viðskiptavina eða svareyðublað, með þátttöku í samkeppni o.s.frv.) geturðu verið beðin/nn um að veita tilteknar upplýsingar, þ.m.t. en ekki takmarkað við tengiliðaupplýsingar þ.e. nafn þitt, titil, fyrirtæki, heimilisfang, símanúmer, tölvupóstfang eða tegund rekstrar.
Við gætum safnað gögnum frá tæki þínu og reikningi
Þú gætir einnig hafa veitt okkur gögn varðandi tækið, viðskiptavina- eða birgjareikning o.s.frv. Þessar tegundir gagna munu í mörgum kringumstæðum verða talin persónuleg gögn samkvæmt gildandi gagnaverndarlöggjöf. Ef þú velur að halda eftir persónulegum gögnum sem við höfum beðið um gæti verið ómögulegt fyrir þig að fá aðgang að eða nota tiltekna hluta, þjónustu eða virkni síðanna og fyrir okkur að bregðast við beiðninni þinni.
Við getum sjálfkrafa skráð tilteknar tækniupplýsingar
Með því að nota síðurnar okkar eru tilteknar tækniupplýsingar og aðrar upplýsingar sjálfkrafa birtar af tölvunni þinni til okkar og skráðar af okkur (líkt og netfangið, tegund vafra, síðan sem vísaði þér á þína síðu) í rekstrar- og öryggistilgangi, og til að skilja betur notkun vefsíða okkar. Skoðið 15. hluta þessarar persónuverndarstefnu "Vefkökur og aðrar leiðir til auðkenningar".
Skoðið neðangreinda töflu til að sjá í hvaða tilgangi við vinnum persónuleg gögn (notkun, geymsla, samnýting ofl.), hvaða flokka persónulegra gagna við vinnum, sem og lagagrundvöllinn fyrir slíka vinnslu.
Markmið | Flokkar persónulegra gagna | Lagagrundvöllur |
---|---|---|
Áskrift að fréttabréfi Persónulegu gögnin sem við söfnum gera okkur kleift að senda þér fréttabréf til að halda þér uppfærðri um vörur okkar og þjónustu. |
Fornafn og eftirnafn, heiti fyrirtækis, heimilisfang, tölvupóstfang, símanúmer, upplýsingar um vöruna eða þjónustuna sem var keypt eða áhugi er á. |
Við vinnum persónuleg gögn byggt á þínu samþykki um að fá fréttabréf okkar. Vinnsla persónulegra gagna þinna er lögmæt þar sem nauðsynlegt er að gera okkur kleift að senda þér fréttabréf okkar. Þú getur afskráð þig frá þessari þjónustu hvenær sem er. |
Þegar tengiliðabeiðni er send Persónulegu gögnin sem við söfnum gera okkur kleift að vinna sérstakar beiðnir og svör okkar við þeim. |
Tengiliðaupplýsingar og upplýsingar um tengiliðabeiðnina. |
Vinnsla persónulegu gagnanna er lögmæt þar sem nauðsynlegt er að stjórna beiðninni og veita viðeigandi svar. |
Þegar fjölmiðlafyrirspurn er send Persónulegu gögnin sem við söfnum gera okkur kleift að vinna sérstakar beiðnir fjölmiðlafyrirspurna og svör okkar við þeim. |
Tengiliðaupplýsingar og upplýsingar um fjölmiðlafyrirspurnina. |
Vinnsla persónulegu gagnanna er lögmæt þar sem nauðsynlegt er að stjórna beiðninni og veita viðeigandi svar. |
Þegar aðgangur er stofnaður á okkar síðum Persónulegu gögnin sem við söfnum og vinnum gerir okkur kleift að stofna og reka aðgang fyrir þig á síðum okkar. |
Fornafn og eftirnafn, heiti fyrirtækis, heimilisfang, tölvupóstfang, símanúmer sem og úthlutað reikningsnúmer og valið aðgangsorð. |
Vinnsla persónulegra gagna er lögmæt þar sem nauðsynlegt er að reka og viðhalda reikningnum þínum. Mögulegt er að loka aðgangnum hvenær sem er. |
Þegar sótt er um starf Persónulegu gögnin sem við söfnum gera okkur kleift að vinna starfsumsóknirnar. Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við sérstakan tengil starfsferilssíðunnar með aðskilinni persónuverndarstefnu https://job.schindler.com/. |
Tengiliðaupplýsingar, skrifleg umsókn, starfsferilsskrá og vottorð/ skírteini. |
Við vinnum persónuleg gögn þín fyrir undirbúning starfssamnings. Við gerum það á grunni nauðsynlegra skrefa til að gangast undir samning. |
Þegar við notum persónuleg gögn þín í markaðstilgangi Persónulegu gögnin sem við söfnum og vinnum með gera okkur kleift að bjóða vörur okkar og þjónustu og tengdar aðgerðir, t.d. boð á viðburði, til þín með síma, tölvupósti eða á annan hátt. |
Fornafn og eftirnafn, heiti fyrirtækis, staða, heimilisfang, tölvupóstfang, símanúmer, mögulega frekari gögn nauðsynleg í markaðstilgangi. |
Vinnsla persónulegra gagna er lögmæt þar sem nauðsynlegt er að bjóða þér vörur og þjónustu. |
Við ætlum ekki að gera sjálfvirkar ákvarðanir og prófílgreiningu
Við ætlum ekki að nota persónulegu gögnin sem við söfnum frá þér til að taka ákvarðanir sem eru eingöngu byggðar á sjálfvirkri vinnslu. Til viðbótar ætlum við ekki að vinna gögnin þín sjálfvirkt með það að markmiði að meta tiltekna persónulega þætti
Hversu lengi varðveitum við persónuleg gögn þín
Schindler tekur öll sanngjörn skref til að tryggja að persónuupplýsingar þínar séu aðeins unnar á því lágmarks tímabili sem nauðsynlegt er í þeim tilgangi sem lýst er í þessari persónuverndarstefnu. Við vinnum og höldum eftir persónulegum gögnum eins lengi og krafist er
Einnig má varðveita persónuleg gögn
Um leið og persónulegra gagna þinna er ekki krafist í ofangreindum tilgangi verður þeim eytt eða þau gerð nafnlaus, að því marki sem mögulegt er.
Hver hefur aðgang að persónulegum gögnum þínum
Schindler getur einnig, samkvæmt gildu réttarferli, svo sem leitarheimild, stefnu eða dóms-/stjórnvaldsúrskurði, heimilað aðgang að öllum upplýsingum sem Schindler hefur fengið (þ.m.t. slíkum flokkum persónulegra gagna), til að fylgja slíku ferli og til að vernda réttindi og eignir Schindler. Ef ástæða er til getum við einnig leyft aðgang að þessum upplýsingum í sérstökum neyðartilvikum þar sem líkamlegu öryggi er hætta búin.
Schindler áskilur sér ennfremur réttinn til að veita allar upplýsingar sem fást frá þér eða um þig til þriðja aðila í tengslum við samruna, yfirtöku, gjaldþrot eða sölu á öllum eða meginhluta eigna Schindler.
Við samnýtum persónuleg gögn þín með öðrum Schindler einingum og þriðju aðilum fyrir utan Schindler
Persónuleg gögn þín geta verið flutt til annarra Schindler eininga, sem og til hvaða þriðja aðila sem er sem viðeigandi Schindler eining hefur undirsamninga við fyrir alla eða hluta þessarar vinnslu. Þetta getur sem dæmi náð til þjónustuveitenda rafrænnar markaðssetningar, tækniaðstoðar og hvaða annarra viðeigandi hlutverka.
Þeir munu einungis vinna slík persónuleg gögn í þeim tilgangi sem gefinn er upp í þessari persónuverndarstefnu og samþykkja að meðhöndla þau í samræmi við það. Þeir geta einungis unnið persónuleg gögn þín á sama hátt og Schindler er heimilað að vinna þau.
Við gætum flutt persónugögn þín utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES)
Þar sem Schindler er alþjóðlegt og alþjóðlega starfandi fyrirtæki geta persónulegar upplýsingar þínar verið fluttar til landa með annað gagnverndarstig en það land sem við höfum safnað persónulegum gögnum þínum frá.
Ef flytja á persónugögn til lands utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES), tryggir Schindler beitingu fullnægjandi verndar slíkra persónugagna með viðurkenndum aðferðum (t.d. föstum samningsákvæðum um vinnslu persónuupplýsinga, í samræmi við ákvæði framkvæmdastjórnar ESB (EU Commission model clauses)).
Þú getur beðið um frekari upplýsingar varðandi slíkar ráðstafanir (þ.m.t. afrit þar sem er viðeigandi) með því að vera í sambandi við Schindler í gegnum neðangreindar tengiliðaupplýsingar.
Við seljum ekki persónuleg gögn þín
Nema annað sé ákveðið í þessari persónuverndarstefnu eða öðrum gagnaverndaryfirlýsingum sem gilda í sérstökum kringumstæðum seljum við ekki, höfum viðskipti með, leyfum eða leigjum persónuleg gögn þín til annarra þriðju aðila utan Schindler.
Hvernig á að fá aðgang að persónulegum gögnum þínum og nýta önnur réttindi þín
Með fyrirvara um gildandi lög getur þú haft einhver eða öll eftirfarandi réttindi að því er varðar persónuleg gögn þín. Þú getur notað þessi réttindi með því að senda beiðnina til schindler@schindler.is.
Þú þarft að taka fram persónulegar upplýsingar, sem og staðfesta auðkenni þitt (t.d. afrit af nafnskírteini eða ökuskírteini). Sé beiðnin send af öðrum einstaklingi en þér, án þess að veita sönnun á því að beiðnin sé lögmætlega gerð fyrir þína hönd, verður beiðninni hafnað.
Athugið að Schindler getur hafnað beiðnum sem eru utan við eða misnota viðeigandi rétt.
Athugið einnig að einhver þessara réttinda geta verið takmörkuð þar sem Schindler hefur umframáhuga eða lagaskuldbindingu til að halda áfram að vinna með persónuleg gögn þín.
1. Aðgangsréttindi og gagnaflytjanleiki
Þú getur átt rétt á að fá staðfestingu á hvort Schindler vinnur persónuleg gögn í tengslum við þig og, ef svo er, fengið aðgang að afritum þeirra. Ef þú þarfnast viðbótareintaka getum við þurft að rukka ásættanlegt gjald.
Fyrir tilteknar gerðir af gögnum gætir þú einnig átt rétt á gagnaflytjanleika.
2. Gagnanákvæmni: réttur á leiðréttingu og réttur til eyðingar
Þú getur átt möguleika á að leiðrétta eða fá eyðingu persónulegra gagna, að því tilskildu að gildandi lagakröfum sé fullnægt. Réttur til eyðingar er háður ýmsum undantekningum, einkum að því er varðar persónuleg gögn sem vinnsla er nauðsynleg á til að styðja við málaferli eða til að fara að staðbundnum varðveislukröfum.
3. Takmarkanir við vinnslu: réttur til takmörkunar og réttur til að afturkalla samþykki
Þú getur haft rétt á að mótmæla vinnslu persónulegra gagna þinna og við munum gera það
4. Réttur til að leggja fram kvörtun til lögbærra yfirvalda
Þú getur átt rétt á að leggja fram kvörtun til lögbærs yfirvalds, einkum hjá gagnaverndaryfirvaldi sem er hæft fyrir búsetustað þinn eða leiðandi lögbæru yfirvaldi fyrir Schindler, þ.e.:
Persónuvernd
Rauðarárstíg 10
105 Reykjavík
Ísland / Iceland
Sími:´+354 510 9600
Postur@personuvernd.is
Öryggi og trúnaður um persónuleg gögn
Við erum skuldbundin til að geyma persónulegu gögn þín á öruggan hátt og við höfum innleitt viðeigandi upplýsingaöryggisstefnu, reglur og tæknilegar ráðstafanir til að vernda persónuupplýsingar þínar sem við höfum undir okkar stjórn gegn óheimiluðum aðgangi, ranglegri notkun eða birtingu, óheimilum breytingum og ólögmætri eyðileggingu eða tapi fyrir slysni.
Allir starfsmenn okkar, samstarfsaðilar, ráðgjafar, starfsmenn og gagnavinnsluaðilar (þ.e. þeir sem vinna persónugögn þín fyrir okkar hönd, í þeim tilgangi sem gefinn er upp hér fyrir ofan), sem hafa aðgang að og eru tengdir við vinnslu persónugagna þinna eru skuldbundnir til að virða trúnað slíkra gagna.
Engin söfnun á persónulegum gögnum frá börnum
Schindler safnar ekki meðvitað upplýsingum frá börnum. Komist Schindler að því að barn hafi veitt persónuleg gögn, mun það nota ásættanlega viðleitni til að fjarlægja slíkar upplýsingar úr skránum.
Við getum veitt tengla á aðrar vefsíður en Schindler
Þessi persónuverndarstefna gildir einungis um síðurnar, og ekki um vefsíðurnar sem eru í eigu þriðju aðila. Við getum veitt tengla á aðrar vefsíður sem við trúum að gætu vakið áhuga þinn. Samt sem áður, vegna eðlis Internetsins getum við ekki ábyrgst persónuverndarstaðla slíkra vefsíðna eða gert ráð fyrir ábyrgð á innihaldi vefsíðnanna, annarra en Schindler síðnanna.
Þessari persónuverndarstefnu er ekki ætlað að gilda um neina tengda vefsíðu sem er ekki á vegum Schindler
Þegar þú opnar tengil á aðrar vefsíður ber að viðhafa varúð og lesa persónuverndarstefnur umræddrar vefsíðu.
Hvernig við notum samfélagsmiðlatengingar (t.d. Facebook, Twitter eða LinkedIn) | Ef þú notar samfélagsmiðlatengingar sendirðu auðgreinanlegar upplýsingar til viðeigandi samfélagsmiðla. Athugasemdir eða virkni sem rís frá einstaklingum sem nota samfélagsmiðlatengingar er ekki stýrt eða stutt af Schindler og Schindler ber ekki ábygð á eða er skuldbundið fyrir slíkt. Einstaklingum sem samnýta innihald Schindler í gegnum samfélagsmiðlatengingar er ekki heimilt að tala fyrir eða vera fulltrúi Schindler. Sýn þeirra og skoðanir verða taldar þeirra eigin og ekki á vegum Schindler. Þessari persónuverndarstefnu er ekki ætlað að gilda um neina tengda vefsíðu sem er ekki á vegum Schindler . Þegar þú opnar tengil á aðrar vefsíður ber að viðhafa varúð og lesa persónuverndarstefnur umræddrar vefsíðu. Ákvæðin í skilmálum og skilyrðum Schindler og í þessari persónuverndarstefnu sem tengjast tenglum á aðrar vefsíður gilda einnig um samfélagsmiðlatengingar. |
Síður þriðja aðila og samfélagsmiðlar geta safnað persónugögnum þínum |
Ef þú notar samfélagsmiðlatengingar sendirðu auðgreinanlegar upplýsingar til viðeigandi samfélagsmiðla. Athugasemdir eða virkni sem rís frá einstaklingum sem nota samfélagsmiðlatengingar er ekki stýrt eða stutt af Schindler og Schindler ber ekki ábygð á eða er skuldbundið fyrir slíkt. Einstaklingum sem samnýta innihald Schindler í gegnum samfélagsmiðlatengingar er ekki heimilt að tala fyrir eða vera fulltrúi Schindler. Sýn þeirra og skoðanir verða taldar þeirra eigin og ekki á vegum Schindler. Þessari persónuverndarstefnu er ekki ætlað að gilda um neina tengda vefsíðu sem er ekki á vegum Schindler . Þegar þú opnar tengil á aðrar vefsíður ber að viðhafa varúð og lesa persónuverndarstefnur umræddrar vefsíðu. |
Hvað er vefkaka
Vefkaka er lítil skrá með gögnum sem vefsíða geymir á tölvu gests eða farsíma. Vefkökur eru víða notaðar til að fá vefsíður til að virka, eða virka á hagkvæmari hátt, sem og til að veita upplýsingar til eigenda vefsíðunnar.
Notkun okkar á vefkökum
Vefsíður okkar nota vefkökur, myndeindatög og önnur form af auðkenningu og vinnusvæði (saman vísað í sem "Vefkökur" hér fyrir neðan) til að aðgreina þig frá öðrum notendum vefsíðu okkar og vefsíðna nets okkar. Þetta hjálpar okkur að veita þér góða upplifun þegar þú flettir í gegnum vefsíðuna okkar og vefsíður á neti okkar, og gerir okkur einnig kleift að bæta vefsíður okkar og þjónustu.
Þú getur fundið frekari upplýsingar um vefkökur sem við notum á síðum okkar með því að lesa Vefkökustefnuokkar.
Við áskiljum okkur rétt til að breyta, eiga við, bæta við eða fjarlægja hluta úr þessari persónuverndarstefnu hvenær sem er. Við munum tilkynna um slíkar breytingar í samræmi við gildandi gagnaverndarlöggjöf.