Með þakíbúðarpakkanum fá íbúar fulla aðgangsstýringu að sinni hæð. Þökk sé sérstökum lykilrofa í lyftunni komast þeir hratt og örugglega heim til sín, svo að lítið beri á. Í boði er sérstök stilling sem flytur gesti upp að dyrum.
Gestirnir stíga einfaldlega um borð á aðalhæð og velja rétta hæð. Við það berst húsráðendum hljóð- og sjónrænt merki til staðfestingar.
Ávinningur þinn í fljótu bragði
- Íbúar stjórna lyftunni á heimili sínu á öruggan hátt
- Húsráðendur geta tekið á móti gestum beint í íbúðina
- Lyftustýring og læsingarbúnaður utan íbúðarinnar tryggja næði og einkalíf
Pakkinn inniheldur
Gestastýring
Þegar gestir hafa gengið inn í lyftuna og valið rétta hæð berst íbúum hljóð- og sjónrænt merki. Lyftan leggur ekki af stað upp á hæðina fyrr en húsráðendur hafa samþykkt beiðnina.
Komuhljóðmerki
Hljóðmerki tilkynnir farþegum um komu lyftunnar á rétta hæð. Hljóðmerkið má setja upp innan klefans jafnt sem utan.
Stjórnskápur á annari hæð
Stjórnskáp er komið fyrir á aðgengilegri hæð. Það gerir þjónustuaðilum og tæknimönnum kleift að komast að lyftunni án þess að trufla íbúa. Stýribúnaður og læst öryggishólf fyrir lykil er staðsett annars staðar í byggingunni og tryggir þar með að eftirlit og viðgerðir virði einkalíf íbúa.
Aðgangur með lykilrofa
Einungis húsráðendur geta tekið lyftuna beint í þakíbúðina. Með því að setja lykilinn í skrá á hnappaplötu klefans fara þeir rakleiðis upp á hæðina. Án lykils kemst lyftan ekki þangað.
Aðgangur að neyðarlykli
Í neyðartilfellum, Þakíbúðarpakkinn inniheldur öryggishólf fyrir lykil sem er komið fyrir utan íbúðarinnar og veitir aðgang að henni.