• Lyftur
  • Fólkslyftur
   • Schindler 3000

    Sveigjanleg lausn sem sameinar form og virkni. Fjölhæf lyfta sem hentar mörgum tegundum bygginga til notkunar innanhús.

   • Schindler 5000

    Schindler 5000 farþegalyftan samþættir nýjustu tækni til að ná styttri ferðatíma fyrir fleiri farþega með bestu ferðagæðum.

   • Schindler 5500

    Notkun og útlit tekið á næsta stig. Öflugar farþegalyftur fyrir atvinnuhúsnæði, verslanamiðstöðvar, hótel, skrifstofur, sjúkrahús og samgöngumiðstöðvar.

  • Vörulyftur og aðrar lyftur
   • Schindler 2400

    Ef þörf er fyrir mikla flutninga innanhúss, skiptir máli hvað lyftan er stór.

   • Schindler 2500

    Lyftur sem renna ljúflega milli hæða og af öryggi skipta höfuðmáli þegar í hlut á fólk í sjúkrarúmum eða í hjólastólum. Aðgengi í Schindler 2500 lyftuna og úr henni er án hindrana fyrir sjúklinga.

   • Schindler 2600

    Ef svo er hafa vöru- og fólkslyftur af gerðinni 2600 alla burði til að mæta þínum þörfum hvort sem er í vöruhúsnæði, verslanamiðstöðvum eða iðnaðarhúsnæði.

  • Endurnýjun
   • Schindler 3000 Plus

    Schindler 3000 Plus lyftan er hönnuð til að vera sveigjanleg og til að falla fullkomlega í þína byggingu.

   • Schindler 6500

    Schindler 6500 lyftunni fylgir nýjasta tækni áfangastaðastýringar sem greiðir leið og flýtir för þegar mikið liggur við.

   • Íhlutir og pakkalausnir

    Þarf lyftan uppfærslu að hluta? Íhluta-lausn Schindler býður upp á sveigjanlega og hraða afgreiðslu.

  • Áfangastaðastýring
   • PORT Technology

    PORT er bylting í þeirri tækni að hámarka flæði fólks um hús en að auki býður það persónulega þjónustu og aðgangsstýringu.

  • Pakkar
   • Aðgengi fyri alla!

    Okkar lyftur sem eru útbúnar Aðgengispakka (Easy Access package) veita öllum farþegum aðgengilega notkun, óháð mögulegri fötlun.

   • Fjölbýlishús

    Fjölbýlishúsapakkinn okkar hjálpar þér að gera húsið þitt að rólegu og velkomnu rými. Það veitir aukið öryggi, hönnun og hugarró þegar þú ferð með lyftunni.

   • Skrifstofur

    Skrifstofupakkinn okkar fyrir lyftur hjálpar til við vandamálalausar og skilvirkar flutningslausnir fyrir skrifstofubyggingar - og viðhalda þeim í toppstandi.

   • Þakíbúð

    Þakíbúðapakkinn fyrir lyftur eykur þægindi og öryggi sem gefur eigendum og gestum þeirra beinan aðgang að þakíbúðinni.

 • Rennistigar & göngubönd
  • Rennistigar
   • Schindler 9300

    Rennistiga af gerðinni Schindler 9300 má auðveldlega laga að kröfum byggingarnar. Einu gildir hvort um er að ræða verslanamiðstöð, bíóhús með mörgum sölum, safn, skóbúð eða samgöngumiðstöð.

   • Schindler 9700

    Rennistigi af gerðinni 9700 hentar vel til að greiða för gangandi fólks á stórum, opnum svæðum þar sem flæði er jafnan mikið, svo sem á flugvöllum og jarðlesta- og járnbrautarstöðvum.

  • Göngubönd
   • Schindler 9500AE hallandi

    Hallandi göngubandið Schindler 9500AE er hannað sérstaklega fyrir verslanamiðstöðvar. Á því má fara á hljóðlátan og notalegan hátt milli hæða og hvíla lúin bein á meðan.

   • Schindler 9500 lárétt

    Lárétta göngubandið Schindler 9500 er tilvalin lausn fyrir flutning allt að 150 metrum. Með þrepbreidd allt að 1400 mm, ...

  • Endurnýjun
   • Full útskipti

    Uppfærið eignina með því að endurnýja eldri búnað með nýjum byltingarkenndum Schindler 9300 eða Schindler 9700 rennistigum eða Schindler 9500 gönguböndum.

   • Inní grind

    Búnaður í rennistiga/göngubandi er fjarlægður, en grindinni er haldið. Nýr Schindler rennistigi eða gönguband er sett saman í núverandi grind.

   • Endurnýjunarsett

    Schindler býður endurnýjunarlausnir á öllum sviðum: öryggi, orkunýting og útlit, allt hannað til að uppfæra rennistigana þína og göngubrautir, á skjótan og auðveldan hátt.

 • Viðhaldsþjónusta
 • Starfsframi
 • Einingar
 • Um okkur
 • Tengiliðir
Hannið

Schindler 3000 Stílhrein, hagnýt og sveigjanleg

Sveigjanleg lausn sem sameinar form og virkni. Fjölhæf lyfta sem hentar mörgum tegundum bygginga og felur í sér framúrskarandi sveigjanleika hvað varðar stærð á lyftuklefa, hurðum og lyftustokk. Svissnesk nákvæmni og nýjasta tækni tryggja notendum þægilega og örugga upplifun.

Framúrskarandi svissneskt verkvit

Schindler 3000 lyftan er hönnuð og gæðaprófuð í þaula og tryggir þar með þægilegan, hljóðlátan og hagkvæman rekstur allan sinn líftíma. Hún hentar hvers kyns umhverfi og þörfum.

Nýjasta tækni, aukin þægindi

Hraðastýring með breytilegri tíðni tryggir fullkomna orkustjórnun á drifmótor og hurðadrifi, lengir endingartíma íhluta og eykur orkunýtni. Léttur og endingargóður upphengibúnaður (STM) minnka orkuþörf og hljóð og víbring í klefa.

Háþróuð stafræn stýritækni

Schindler lyftustýringin er byggð upp af einingum sem býður aukinn sveigjanleika hvað varðar fjölda opnana, hæða og samstýringu lyfta. Það sem meira er: EPIC snertilausir staðsetningarskynjarar eru nýstárleg og hugvitssöm leið til sem eykur bæði áreiðanleika og nákvæmni. 

Hágæðalausnir – alla leið

Með snertilausum skynjurum fæst hárnákvæm stöðvun í gólfhæð, sem tryggir öruggt og gott flæði farþega og varnings inn og út úr lyftunni.

Nýstárleg driftækni 

Schindler 3000 lyftan er útbúin með drifbúnaði með endurnýtanlegri orkustýringu. Hún felur í sér 30% orkusparnað miðað við hefðbundinn búnað.

Einstaklega umhverfisvæn

Bæting á orkunýtni er nauðsynlegt til að minnka umhverfisfótspor af lyftum og byggingum sem hún þjónar. Endurnýtanleg orkustýring á drifbúnaði, LED lýsing og stýring í biðstöðu þegar lyftan er ekki í notkun, eru umjverfisvænar lausnir í öllum Schindler 3000 lyftunum, sem miðar að því að ná hæsta orkunýtingarstigi: A-flokki í ISO 25745-2*.

*Flokkunin er alltaf háð sérstökum stillingum fyrir hvern viðskiptavin. Notkun, burðargeta, sérstakur aukabúnaður og aðstæður í byggingum hafa áhrif á endanlegt mat.

Stærðir á lyftu og stokk f. Schindler 3000

Schindler 3000 lyftan er hönnuð fyrir sem mest frelsi í stærðum svo hún henti þínum áætlunum um húsnæðið og nýtingu þess. Teikningar hér að neðan eru algengustu stærðir. Á Íslandi er lang algengst að nota framhliðar, þannig að á hæð er stokkurinn opinn í fulla breidd og hæð. Minnkar uppsláttarvinnu og fljótlegra að ganga frá hurðum þar sem áfellur fylgja og biti milli hurðaframhliðar og lofts smíðaður hér heima.

Ráðgjöf

Við ákvörðun á stærð á stokk, notið töfluna hér neðst á síðunni. Það þarf að taka tillit til brunahönnunar á húsnæðinu, ef farið er á milli brunahólfa þurfa hurðir að standast EN81-58, EI60. Þar sem lyftuhurðir eru ekki reykþéttar þarf að hafa reyklúgu í þaki lyftustokks, til viðbótar við loftræstingu sem er 1% af flatarmáli stokks.Stokk þarf að mála í ljósum lit og gryfja þarf að vera lökkuð. Úrtak úr gólfbrún er 80 x 70 mm fyrir hurðaþröskulda. Ef tvær lyftur eru saman, er best að hafa þær hlið við hlið og samstýrðar. Munið eftir rafstofni fyrir lyftu og öðrum fyrir ljósalögn.Í nýbyggingum og breytingum á gömlum húsnæði skal yfirhæð vera eins og sagt er í bæklingi (3400-3800 mm) en þegar skipt er út gamalli lyftu þá er möguleiki á að fá undaþágu fyrir lægri yfirhæð (2420 mm) en sækja þarf um það í hverju tilfelli fyrir sig. 

Byggingarreglugerð

Burðargeta lyftu á að vera 1000 kg skv. byggingarreglugerð grein 6.4.12. Í byggingum sem eru átta hæðir eða hærri skulu vera minnst tvær lyftur með innanmál minnst B= 1,10 m x L=2,1 m og burðargetu a.m.k. 1000 kg. Ef svo er, hafið stokka hlið við hlið (steypa vegg á milli þeirra eða setja stálbita og net (+ ca. 160 mm) . Burðargeta okkar lyftu er 1125 kg vegna góðrar nýtingar á stokk. Ráðlagt er að skoða reglugerðina og leiðbeingar við hönnun á húsnæðinu.

Byggingarreglugerð ➝

Leiðbeiningar HMS - Lyftur og lyftupallar ➝


Lykiltölur

EinkenniUpplýsingar
Fjöldi lyfta í hóp (ZAG, stk)6
Burðargeta (GQ, kg)
320 - 1350 kg
Lyftihæð (HQ, m)
45 / 75
Hæðafjöldi
Mest 24 stops
Hraði (VKN, m/s)
1.0 - 1.6 m/s
Hæðir (HE, stk)
15 / 25 (50 hurðir)
Klefahurðir (ZKE, stk)1 eða 2, þá gegnumgeng 180°
Klefabreidd (BK, mm)760 - 2000
Klefalengd (TK, mm)900 - 2400
Klefahæð innanmál (HKC, mm)2000 - 2400
Hurðabreidd (BT, mm)600 - 1200 (100 mm. bil)
Hurðahæð (HT, mm)2000 -2400 (100 mm. bil)
Drifbúnaður
Vélarrúmslaus. sparneytin, umhverfisvæn endurnýtanleg orkustýring, tíðnistýrð
Inngangar
Á einni hlið eða gegnumgeng
Innrétting
3 hönnunarlínur, ferskir litir á veggi og úrval aukabúnaðar, auk möguleika á berum klefa

Skammstafanir

ES  Ein hurð á klefa
ZS Tvær hurðir, gegnumgengur klefi
T2 Hliðaropnandi 2 blaða hurð
C2 Miðjuopnandi 2 blaða hurð
C4 Miðjuopnandi 4 blaða hurð
BT Hurðarbreidd
HT Hurðahæð
HSG Gryfjudýpt
HSK Yfirhæð
VKN Hraði í m/s

Næstum allt mögulegt

Á þessari síðu eru teikningar í formi pdf og dwg skjala þær klefastærðir fyrir Schindler 3000 lyftur sem mest hefur verið óskað eftir til niðurhals. Með þessari lyftugerð er boðið upp á frelsi í hönnun á stærðum klefa, hurða og stokks. Ef þörf er á nánari upplýsingum um mál á lyftustokki eða lyftuhraða sem hentar best þörfum byggingarinnar hafið þá vinsamlegast samband við þjónustufulltrúa Schindler sem veitir einnig upplýsingar um önnur atriði ef eftir því er óskað.

Gefin eru lámarksmál á göngum, -0/+50 mm er gott að hafa auka 25 til 50 mm til öryggis.


Niðurhal

DWG teikningar er hægt að fá af þessum lyftum, hafið samband við sölumann.

Klefarnir eru 1200 mm breiðir, lengd 1400 / 2100 / 2400 mm.
Hurðir eru 900 mm í 675 / 1125 kg, en 1100 mm í 1350 kg.
Hurðahæð 2100 mm. Hliðaropnandi rennihurðir.


Minna rými, aukin afköst

Schindler 3000 býður framúrskarandi sveigjanleika hvað varðar stærðir á klefa, hurðum og stokkum. Með minni rýmisþörf fyrir íhluti eykst arðsemin.

Vélarrúmslaus hönnun

Allur aðal drif, tog og stjórnbúnaður er inni í stokknum, sem gefur arkitektum og hönnuðum möguleika á að nota aukið rými. Þökk sér nettum gírlausum togbúnaði getur stærri klefi komist fyrir í stöðluðum stokkum, einnig lægra topprými og grynnri gryfja.

Innbyggð stýring, skoðunarbúnaður og prófunarskjár í hurðakarmi.

Einingakerfi, skalanlegur klefi og hurðastærðir

Við getum aðlagað klefastærðir með 10 mm bili í lengd og breidd. Schindler 3000 klefabreidd eru frá 760 mm að 1600 mm, klefalengd frá 900 mm að 2400 mm og klefahæð allt að 2500 mm.

Hurðir geta verið staðsettar með 1 mm nákvæmni. Hurðabreiddir eru í 50 mm bili frá 600 mm að 1400 mm, í hæðum frá 2000 mm að 2400 mm, með vali um hliðaropnandi hurðir (T2) eða miðjuopnandi hurðir (C2 og C4) og einum inngang eða tveim (gegnumgeng).

Aðgengi fyrir alla!

Lyfturnar uppfylla staðal EN81-70, Lyftur fyrir fatlaða. Innifalið er öflugri og auðlesanlegri hnappabúnaður, handrið, spegill á móti inngangshurð, talgervill, Gong o.fl. Lyftan þarf að vera 630 kg eða stærri (Class 2). Nánar um EN81-70 á heimasíðu Schindler

Minni mótor og drifhjól

Með upphengibúnaði Schindler (STM) verður ferðin hljóðlátari og mýkri án nokkurrar olíu eða smurefnis. STM sparar líka lyftustokkspláss þar sem m´tor og drifhjól er minna - 70% minna en í dæmigerði lyftu. Fyrir farþegar þýðir það þægilegri ferð, og rekstraraðilar munu meta aukinn áræðanleika og afköst.

Aukið nýtanlegt byggingarrými

Minna rými fyrir íhluti, notadrýgra byggingarrými og aukið rými fyrir farþega. Nýstárlegur klefi Schindler 3000 tryggir að stokkur í staðlaðri stærð rúmi breiðari lyftuklefa með aukinni burðargetu.

Stýring- og skoðunarbúnaður innbyggt í hurðakarm eða frístandandi

Stýring- og skoðunarbúnaður Schindler 3000 er innbyggður í staðlaðan hurðarkarm eða framhlið oftast á efstu hæð. Þessi lausn einfaldar uppsetningu lyftunnar, veitir auðvelt aðgengi og sparar rými.

Tilbúnar hönnunarlínur

Navona - Hagnýt og endingargóð

Lyftuklefinn verður bjartur og þægilegur með þessari kraftmiklu hönnunarlínu. Þökk sé líflegri litapallettu, endingargóðum aukabúnaði og fimm tegundum gólfefna hentar Navona íbúðarhúsum einstaklega vel. Kostur er á ryðfríu stáli í bak- og hliðarveggi.

Times Square - Nútímaleg og fjölbreytt

Lyftan fær á sig ferskt og nútímalegt yfirbragð með hlýjum eða svölum litatónum. Með því að tefla þeim saman öðlast lyftan aukna dýpt. Hurðar og veggir úr gleri auka birtuflæði og andrými. Leyfðu eigin smekk að ráða ferðinni og hannaðu klefann frá grunni. Times Square setur sterkan svip á hvaða byggingu sem er – almenningsrými og verslanir jafnt sem íbúðarhúsg.

Park Avenue - Háþróað og glæsilegt

Einstaklega fáguð og glæsileg hönnunarleið. Viðarlíki og harðplast með sérstakri áferð og bakmálaðir glerveggir ljá lyftunni nútímalegt útlit. Ryðfrítt stál, fáanlegt í sjö mismunandi áferðum, og skrautgler auka á lúxusinn. Samræmd lýsing fullkomnar útlitiðt.

Klefastjórnborð, hæðahnappar, speglar og hurðir á hæðum

Linea 100

Linea 100 er hagnýt hönnun úr ryðfríu stáli. Hæðaljósið er umlukið hvítu gleri og með stóru auðlæsu LED punktaletri. Kallhnappar eru með rauðu kvittljósi til að gefa til kynna að kall sé móttekið.

Aðgengi fyrir alla! EN81-70

Við bjóðum alltaf hnappabúnað fyrir farþega með fötlun. Það innifelur auðsjáanlegri hnappa með reistu letri, þeir eru stærri og einnig hægt að fá XL sem auka hnappaborð. Það hjálpar þeim sem eru sjónskertir og eldri notendum.

Linea 300

Háklassa notendaviðmót þar sem hönnunin sameinar þægindi og skilvirkni. Skjárinn er úr svörtu gleri með hnappa úr svörtu ryðfríu stáli, eða þá hvítur með hnappaborði úr hefðbundnu ryðfríu stáli.

PORT stjórnborð

Nýja PORT kallkerfið okkar gerir bygginguna greindari. Við bjóðum línu PORT stjórnborða sem auka umferðarflæði með ýmsum valkostum. Þau eru rómuð um allan heim fyrir notagildi, glæsileika og stílhreint útlit.

Speglar

Speglar auka rýmistilfinningu og þægindi. Schindler býður upp á fullrar hæðar eða hálfrar hæðar spegla úr öryggisgleri á hliðar og/eða bakveggi klefans.Skv. EN81-70 skal vera spegill á bakvegg eða litlir baksýnisspeglar við loft fyrir hjólastólanotendur til að bakka út úr lyftunni.

Handrið

Schindler 3000 býður upp á handrið úr ryðfríu burstuðu stáli með beygðum endum sem uppfylla EN81-70 staðalinn, Aðgengi fyrir alla! Hægt er að velja um eina, tvær eða þrjár hliðar.

Hurðir á hæðum

Samspil hönnunar lyftu og byggingar hefur áhrif á upplifun íbúa. Við bjóðum mikið úrval lita sem tryggja gott samræmi.

Árekstrarvörn

Árekstrarvörn Schindler er hönnuð til að vernda veggi lyftunnar og fallegt útlit innréttingarinnar. Hún er fáanleg í mismunandi hæðum, úr ryðfríu stáli, PVC eða við.

Schindler lyftur eru hannaðar til að mæta tækni næstu kynslóðar

Leyfið tækjabúnaði okkar, lausnum og nýsköpun að þjóna ykkur allan líftíma lyftunnar. Við hönnun þeirra notumst við ávallt við hátæknilausnir, allt frá fyrstu skipulagningu til reksturs.

Neyðarsími í lyftur

Allar lyftur koma með GSM neyðarsímabúnaði sem tengist beint á bakvakt. Síminn tengist sjálfvirkt á 72 stunda fresti við netþjón sem lætur vita ef samband næst ekki. Uppfyllum EN81-28 lyftustaðalinn.

Plan & Design - nettengt hönnunarforrit*

Með nokkrum smellum getur þú skipulagt réttu lyftuna fyrir bygginguna. Plan & Design gefur þér ráðleggingar, ítarlegar lýsingar á hverri vörulínu sem og teikningar, útfærðar í smáatriðum. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur varðandi stærðir og útfærslu á lyftugöngum sem henta íslenskum aðstæðum og venjum.

Nýstárleg uppsetning*

Nýja INEX (Installation Excellence) kerfið okkar sparar viðskiptavinum ekki einungis undirbúningstíma framkvæmda og efni heldur eykur einnig öryggi og skilvirkni á uppsetningarstað.

Snjöll notkun – fara yfir í stafræna stýringu*

Allar nýjar lyftur okkar eru lagaðar að Schindler Ahead – IoT (Internet of Things) þjónustuframboði okkar. Með Schindler Ahead gerum við viðskiptavinum okkar kleift að stíga af öryggi inn í stafræna tíma.

*Ekki boði á Íslandi enn sem komið er

Hin byltingarkennda PORT-tækni

Allar Schindler 3000 lyftur okkar er hægt að tengja við byltingarkenndu PORT áfangastaðastýringu okkar. Kostir hennar eru fjölmargir, til dæmis styttri ferðatími, afkastameira flæði farþega, orkusparnaður og kostur á alhliða aðgangsstýringu í byggingunni og sérsniðnum aðgangi að þörfum hvers notanda. Með PORT verður byggingin meira aðlaðandi, skilvirkari og verðmætari.

Umhverfisvænar ferðalausnir – sjálfbær tækni

Um það bil 80 af hundraði mengunar í heiminum er af völdum stórborga. Byggingar nýta 40 af hundraði allrar orku sem framleidd er. Til þess að lífvænlegt megi vera fyrir jarðarbúa um ókomin ár skiptir öllu máli að hvort tveggja sé vænt fyrir umhverfið. Schindler leggur fram sinn skerf til þess að borgarkjarnar megi verða sjálfbærari með lyftubúnaði af margvíslegu tagi sem sparar orku. Takmarkið er alger orkusparnaður hvað tölvustýringu varðar í hágæða lyftubúnaði. Schindler vill sjá umhverfisvænni hús og á að því leyti samleið með öllum notendum.

Að skipuleggja í dag til að spara á morgun

Schindler er þekkt fyrir framsýni í gerð lyftubúnaðar með orkusparnað í huga. Áður en lyftu er komið fyrir á sínum stað hefur flæði fólks um húsið verið kannað gaumgæfilega svo og hvert straumurinn liggur og notkunartíðnin. Með þessu móti má reikna út orkukostnað lyftunnar á næstu árum svo hún endist lengi með hámarks afköstum.

Umhverfisvæn tækni

Lyftubúnaður Schindler er byggður með það fyrir augum að vera vænn við umhverfið. Nýja PORT áfangastaðastýringin sparar orku og þar með kostnað og engin notkun skaðlegra efna kemur umhverfinu líka til góða.

Sjálfbærni á ferðinni á degi hverjum

Um það bil 80 af hundraði af heildarumhverfisáhrifum hvers húss verða á mestu álagstímum. Með reglubundnu eftirliti lækkar þessi tala hjá Schindler lyftum. Þannig veldur lyftan ekki mengun, hún verður traustari og sparar orku. Eftirlits- og viðhaldsteymi okkar leggja líka sitt af mörkum. Leitast er við að hagræða eftirlitsleiðum til að minnka CO2 útblástur og tölvubúnaður kemur í stað notkunar á pappír í samskiptum manna á milli.

Hið gamla verður grænt

Það eykur öryggi og þægindi þeirra sem nota lyftu að færa hana í nútímalegra horf. Að auki verður orkusparnaður meiri. Til dæmis notar Schindler nýja LED lýsingu, bíður upp á PF1 drif sem endurnýta orku og stjórnbúnað sem gefur kost á biðstöðu. Með breytingum af þessu tagi í samvinnu við Schindler breytist gamla lyftan í nýja með orkusparandi búnaði.


Niðurhal

Skipulagning og hönnun

Búið til fullkomna lausn fyrir bygginguna. Skipuleggið og hannið lyftuna eða rennistigann á mínútum með vefhönnunarverkfærinu okkar sem er auðvelt í notkun.

Uppfærðu lyftuna þína

Endurnýjun

Ef uppfæra þarf lyftuna til samræmis við nýjustu staðla og til að bjóða betri þjónustu og þægindi fyrir notendur má treysta búnaðinum frá Schindler.

Áfangastaðastýring

PORT-tæknin umbyltir hugsun við bestun á umferðarflæði í gegnum byggingu og samtímis boðið er upp á persónulega þjónustu og aðgangsstýringu.

Pakkar

Schindler pakkarnir okkar eru hannaðir til að uppfæra lyftuna með ýmsum valkostum fyrir þægindi, aðgengileika eða hagkvæmni.